Við erum með lausnina handa þér

Við erum með fjölbreytt úrval hugbúnaðarlausna til að koma til móts við þínar þarfir.

eGátt

Rafræn tengigátt við heilbrigðiskerfið

eGáttin er gluggi þinn inní önnur kerfi og heilbrigðisgagnagrunna á Íslandi s.s. Samtengda sjúkraskrá á landsvísu, Rafræn reikningskerfi Sjúkratrygginga Íslands, Lyfjagagnagrunn landslæknis og margt fleira

Quera

Stöðluð próf og skimanir með rafrænum hætti

Quera er rafræn lausn fyrir sálfræðinga, geðlækna og aðrar heilbrigðisstéttir sem styðjast við stöðluð próf og spurningalista. Með Quera verður ferlið 100% rafrænt. Skjólstæðingar geta svarað prófum hvar og hvenær sem er, inná stofu hjá þér eðaað heiman.. Quera er þróuð af og í eigu Skræðu ehf.

Bifröst

Brúar samskiptagjána milli kerfa

Bifröst er hugbúnaðarlausn frá Skræðu sem getur tengt saman ólík kerfi. Bifröst virkar á bakvið tjöldin og umbreytir upplýsingum milli ólíkra gagnasniðmáta í rauntíma þannig að ólík kerfi skilji hvort annað og geti talað saman. Bifröst er því einskonar þýðandi fyrir rafræn samskipti. Bifröst talar við mörg mismunandi kerfi eins og Heklu, PMO, DK hugbúnað, Navision, Ellistoð, Sjúkratryggingar Íslands og Þjóðskrá. Bifröst styður alla helstu samskiptastaðla svo sem . REST, SOAP og SQL.

Hafa samband >

PMO Psych

Heildstæð hugbúnaðarlausn fyrir rekstur sálfræðiþjónustu

PMO Psych er hugbúnaðarlausn sem er sérsniðin að þörfum sálfræðinga. Með PMO Psych getur þú haldið utan um allar upplýsingar starfsemi þinnar á öruggan og einfaldan hátt.

Gæði, þekking og innsæi

Það borgar sig að vanda til verksins

Gæði verða ekki til af sjálfu sér. Það þarf þekkingu, vandvirkni, tíma, innsæi og áhuga.

Þjónusta

Hugbúnaðarþróun

Við þróum sérhæfðar hugbúnaðarlausnir sniðnar að þínum þörfum. Teningar milli kerfa, samskiptalausnir, gagnagrunnslausnir og margt fleira. Það er ekkert verkefni sem við ráðum ekki við.

Rekstur

Við sjáum um rekstur á miðlægum kerfum fyrir þig. Netþjónar, gagnagrunnsþjónar, vefkerfi, tölvupóstur...við getum séð um þetta allt.

Ráðgjöf

Við búum yfir viðamikilli þekkingu og reynslu á sviði upplýsingatækni, öryggi og persónuverndar. Við tölum ekki bara tölvumál heldur mannamál og getum því útskýrt flókin viðfangsefni þannig að venjulegt fólk skilji þau.

Hýsing

Vantar þig hýsingu undir kerfin? Við bjóðum áreiðanlega hýsingarþjónustu sem stenst ítrustu kröfur um gæði, uppitíma og öryggi.

Veflausnir

Vantar þig heimasíðu? Við bjóðum úrval heimasíðulausna, allt frá sérsmíðuðum vefum til pakkalausna á hagstæðum kjörum.

Snjallforrit

Viltu nota snjalltæki í auknum mæli í starfseminni? Þarftu að losna við pappírinn? Viltu auðvelda aðgengi að ákveðnum upplýsingum? Við sérsmíðum snjallsíma og spjaldtölvu lausnir sem koma til móts við þínar þarfir. Hafðu samband til að sjá hvað við getum gert fyrir þig.

Um Okkur

Skræða leggur metnað sinn í að bjóða framúrskarandi tæknilausnir og gera viðskiptavinum sínum kleift að gera meira og ná lengra.  Félagið er leiðandi aðili á markaði hugbúnaðarlausna og upplýsingatækni til reksturs heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Skræða er íslenskt fyrirtæki sem var stofnað árið 2007.

Hugbúnaðarþróun

Stærsta viðfangsefni félagsins er hugbúnaðarþróun. Skræða framleiðir margar framsæknar hugbúnaðarlausnir líkt og eGátt, Mímisbrunn, Quera og Bifröst. Auk þess þróar félagið mikið af sérhæfðum hugbúnaði sem smíðaður er til að leysa sértæk vandamál viðskiptavina.

Viðskiptavinir

Hvar erum við?

Fréttir

Hafðu samband

Ef getum orðið þér að liði ekki hika við að hafa samband.

© 2022. Allur réttur áskilin.  Skræða ehf - Hlíðasmára 2, 201 Kópavogur  - kt. 610307-1080

TOP