Um Okkur
Skræða leggur metnað sinn í að bjóða framúrskarandi tæknilausnir og gera viðskiptavinum sínum kleift að gera meira og ná lengra. Félagið er leiðandi aðili á markaði hugbúnaðarlausna og upplýsingatækni til reksturs heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Skræða er íslenskt fyrirtæki sem var stofnað árið 2007.
Umboðsaðili CGM á Íslandi
Félagið Skræða er umboðsaðili CompuGroup Medical á Íslandi og hefur séð um þýðingu og aðlögun Profdoc Medical Office sjúkraskrárkerfisins að íslenskum aðstæðum. Skræða annast uppsetningu, aðlögun, umsjón og rekstur Profdoc kerfa á Íslandi.
Hugbúnaðarþróun
Stærsta viðfangsefni félagsins er hugbúnaðarþróun. Skræða framleiðir margar framsæknar hugbúnaðarlausnir líkt og eGátt, Mímisbrunn, Quera og Bifröst. Auk þess þróar félagið mikið af sérhæfðum hugbúnaði sem smíðaður er til að leysa sértæk vandamál viðskiptavina.