Lyfjagrunnur landlæknis í eGátt
Lyfjagrunnur landlæknis er nú aðgengilegur í gegnum eGátt Nú er hægt að fletta upp lyfjaávísunum sjúklinga í lyfjagrunni landlæknis beint úr eGátt. Þar má sjá hvaða lyfjum hefur verið ávísað með rafrænum hætti auk afgreiðslustöðu þeirra oflr. Ef þú hefur áhuga á að fá aðgang að lyfjagrunni landlæknis hafðu þá samband. |
Um eGátt
eGátt er hugbúnaður hannaður, þróaður af og í einkaeigu Skræðu ehf. Engir utanaðkomandi aðilar, hvorki opinberir- né einkaaðilar hafa styrkt eða komið að þróun hugbúnaðarins.
Skræða er leiðandi aðili á markaði hugbúnaðarlausna og upplýsingatækni til reksturs heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Frekari upplýsingar má finna á http://egatt.is
- Published in eGátt, sjúkraskrá
Aðgangur að sjúkraskrám á landsvísu
Skoðaðu gögn frá öðrum stofnunum
Með eGátt geturðu flett upp í sjúkraskrám allra helstu heilbrigðisstofnana landsins. Allar komur sjúklinga á Heilsugæsluna, Landspítalan oflr eru aðgengilegar með einu músarsmelli. Gögnin eru sótt í rauntíma sem þýðir að um leið og gögnin hafa verið vistuð á viðkomandi stofnun verða þau aðgengileg í eGátt.
Rauntímadeiling sjúkraskrár
eGátt býður nú uppá deilingu sjúkraskrárgagna í rauntíma með öllum helstu heilbrigðisstofnunum landsins. Deilingin virkar í báðar áttir, þ.a. aðrar stofnanir sjá gögn frá þinni stofnun og þú sérð gögn annarra stofnana.
Um er að ræða tímamótalausn í íslensku heilbrigðiskerfi. Nú er í fyrsta skipti hægt að lesa gögn frá Sögu kerfinu án þess að kaupa aðgang að Sögu.
eGátt er fyrsti og eini hugbúnaðurinn í heiminum sem getur skipst á sjúkraskrárgögnum við sjúkraskrárkerfið Sögu í rauntíma.
Deildu gögnum með öðrum stofnunum
Aðrar stofnanir geta nálgast sjúkraskrár þinna sjúklinga í rauntíma með öruggum hætti. Gögn um komur skjólstæðinga þinna verða þannig aðgengilegar á öðrum stofnunum þegar þeir sækja þjónustu þar.
Um eGátt
eGátt er hugbúnaður hannaður, þróaður af og í einkaeigu Skræðu ehf. Engir utanaðkomandi aðilar, hvorki opinberir- né einkaaðilar hafa styrkt eða komið að þróun hugbúnaðarins.
Skræða er leiðandi aðili á markaði hugbúnaðarlausna og upplýsingatækni til reksturs heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
- Published in eGátt, sjúkraskrá