Skræða ehf

  • Lausnir
  • Þjónusta
  • Um okkur
  • Fréttir
  • Aðstoð
  • Hafa samband

TeleMed – Ný lausn fyrir fjarlækningar

by Eyþór Kristleifsson / Saturday, 10 October 2020 / Published in sjúkraskrá, TeleMed, Uncategorized
TeleMed er ný hugbúnaðarlausn frá Skræðu sem gerir fjarviðtöl möguleg beint innan úr sjúkraskárkerfinu.  Með TeleMed er hægt að veita fjarheilbrigðisþjónustu með einföldum og öruggum hætti. 
TeleMed er 100% íslensku hugbúnaðarlausn sem er hönnuð og þróuð af Skræðu ehf.

Samþætt við Sjúkraskrárkerfið

TeleMed er hægt að samþætta við hvaða sjúkraskrárkerfi sem er og hefur þegar verið samþætt við PMO sjúkraskrárkerfið. 

Bókaðu fjarviðtal

Þú bókar tíman í PMO og skráir að það sé fjarviðtal.  Við stofnast fjarfundur í TeleMed kerfinu.

Opnaðu viðtalið beint úr sjúkraskrá sjúklings

Takki birtist á forsíðu sjúklings sem opnar fjarviðtalið

Öryggi í fyrirrúmi

TeleMed er hannað frá grunni með öryggi viðkvæmra persónuupplýsinga að leiðarljósi.

Auðkenning með rafrænum skilríkum

Sjúklingar auðkenna sig inní viðtal með rafrænum skilríkjum og LoA4 auðkenningu sem er hæsta stig á áreiðanleika á auðkenningu sem til er.

Dulkóðuð samskipti frá A til Ö

TeleMed notar dulkóðun á alla fjarfundi.  Það þýðir að öll samskipti milli sjúklings og heilbrigðisstarfsmanns eru að fullu dulkóðuð.

Lokað fundarherbergi fyrir hvert viðtal

Sérhvert viðtal á sér stað í lokuðu fundarherbergi sem aðeins sjúklingurinn og heilbrigðisstarfsmaðurinn hafa aðgang að.  Eftir að viðtali lýkur læsist fundarherbergið þannig að ekki er hægt að opna það aftur.

Hannað með tilliti til krafa landlæknis og persónuverndar

TeleMed hefur undirgengist öryggisúttekt af óháðum þriðja aðila með tiliti til þeirra krafa sem gerðar eru í fyrirmælum landlæknis um upplýsingaöryggi við veitingu fjarheilbrigðisþjónustu auk krafa persónuverndarlaga um vinnslu og meðferð persónuupplýsinga

  • Tweet

What you can read next

Fyrirmæli Landlæknis um lágmarksskráningu á læknastofum
ICD-10 greiningar á íslensku í PMO
Innleiðing PMO í Domus Medica

Warning: Undefined variable $user_ID in /var/www/vhosts/xn--kvensjkdmalknir-7lb1tpe.is/skraeda.is/wp-content/themes/kallyas3/comments.php on line 73

You must be logged in to post a comment.

TOP